Stjórn og starfsfólk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þakkar þér frábært samstarf og góða vináttu þann tíma sem þú hefur gegnt embætti sem forseti Íþróttasambands Færeyja.

ÍSÍ óskar þér allra heilla í starfi og leik og vonar að sú vinátta, sem löng samleið hefur skapað, verði til staðar um alla tíð.

Með þessum orðum fylgir vatnslitamynd eftir Helgu Sigurðardóttur af Snæfellsjökli sem vonandi á eftir að leiða huga þinn til Íslands og þeirra skemmtilegu minninga sem tengjast samstarfi ÍSÍ og ÍSF.

Við góðum óskum og kærum kveðjum.
Stjórn og starfsfólk 
Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands